Tónlist
er fyrir alla
Ráðstefna tónlistarskólakennara í Hörpu, 8.-9. september 2022
Skráning Dagskrá (PDF)
Hittu
fyrirlesarana
og aðra þáttakendur
Smelltu hér

Velkomin á vefsíðu ráðstefnunnar!

Ráðstefnan „Tónlist er fyrir alla“ er vettvangur fyrir kennara og stjórnendur tónlistarskóla til að koma saman, deila reynslu og þekkingu og rækta fagleg tengsl við starfsfélaga.

Yfirskriftin gefur tóninn fyrir vítt svið viðfangsefna ráðstefnunnar. Í brennidepli verða áskoranir og tækifæri í tónlistarkennslu og tónlistarnámi, nýbreytni og nýsköpunarverkefni og lifandi umræður um málefni sem snerta tónlistarkennslu á breiðum grunni. Fjallað verður um tónlist og tónlistarnám sem samfélagslega fjárfestingu, hvað sé svona sérstakt við tónlist í því samhengi, og horft á afurðir tónlistarskólakerfisins með víðtækum hætti þar sem skilningur á siðferðilegri og samfélagslegri ábyrgð er til grundvallar.

Tæplega fjörtíu einstaklingar taka þátt í dagskrárliðum ráðstefnunnar sem samanstanda af fyrirlestrum og kynningum, workshop, panelumræðum og hópaumræðu. Botninn í ráðstefnuna slær gestafyrirlesarinn Rick Beato, heimsþekktur YouTuber!

Stefnumiðið er að styrkja tónlistarkennslu og tónlistarmenntun, að veita þátttakendum innblástur og næringu fyrir komandi skólaár og að tónlist og tónlistarnámi verði gert hærra undir höfði í þágu sjálfbærni og velferðar.

Hittumst í Hörpu, fræðumst og skemmtum okkur saman – stillum saman strengi, skerpum fagmennskuna og vörðum saman leiðina áfram veginn!

Niðurtalning í ráðstefnuna

FÁÐU INNBLÁSTUR

Sjáðu hvað aðrir eru að gera og fáðu ferskar hugmyndir.

LÆRÐU

Bættu í verkfærakistuna í gegnum fyrirlestra, workshop og umræðutorg.

EFLDU TENGSLANETIÐ

Taktu þátt í gefandi samræðum við starfsfélaga sem brenna fyrir faginu.

UPPGÖTVAÐU

Uppgötvaðu ný tækifæri í tónlistarkennslu og tónlistarnámi.

Rick Beato

GESTAFYRIRLESARI: RICK BEATO

Við bjóðum Rick Beato sérstaklega velkominn til Íslands!

Rick Beato er bandarískur tónlistarmaður, kennari og YouTube stjarna með yfir 3 milljónir áskrifenda. Þar hefur fólk horft og hlustað á Rick í rúmar 50 milljón stundir og áhorf á „Everything music“ rásina eru yfir 500 milljón.

Lesa meira

Dagskrá

Ákveðnir dagskrárliðir ráðstefnunnar verða teknir upp og gerðir aðgengilegir að ráðstefnunni lokinni.
Ekki er um beint streymi að ræða.
Dagur 1
08 sep 2022
Dagur 2
09 sep 2022
09:15

Skráning – morgunhressing og heitt á könnunni!

Ikuzus strengjasveitin
Ásmundur Einar Daðason
Ásmundur Einar Daðason
12:00

Hádegisverður í Flóa

14:45

Kaffi

Ingibjörg Fríða Helgadóttir
17:00

Dagskrárlok í Norðurljósum

Fyrirlesarar

Aðstandendur ráðstefnunnar færa Mennta- og barnamálaráðuneytinu, Hljóðfærahúsinu og Tónabúðinni kærar þakkir fyrir veittan stuðning við ráðstefnuna!

Staðsetning

Harpa tónlistar- og ráðstefnuhús
Austurbakka 2, 101 Reykjavík
+354 528 5000hallo@tonlisterfyriralla.is