Upplýsingar
Sigurður Halldórsson nam sellóleik, kammertónlist, söng og Performance and Communication Skills við Guildhall School of Music and Drama í London.
Sigurður starfar m.a. með Caput hópnum, Voces Thules og Camerarctica. Hann hefur víða komið fram á alþjóðlegum listahátíðum. Hann hefur unnið í leikhúsi, m.a. að nokkrum tilraunasýningum í dans- og músikleikhúsi og verið virkur í alls kyns spunatónlist bæði sem flytjandi og kennari.
Hann var einn af stofnendum 15:15 tónleikasyrpunnar árið 2002. Sigurður hefur sérhæft sig í flutningi tónlistar fyrri tíma með upprunalegum hljóðfærum.
Sigurður var listrænn stjórnandi Sumartónleika í Skálholtskirkju frá 2004 – 2014. Sigurður er fagstjóri í sam-evrópska NAIP meistaranáminu (New Audiences and Innovative Practice).