Gestafyrirlesari: Rick Beato

Bandarískur tónlistarmaður, kennari og YouTube stjarna
Rick Beato

Gestafyrirlesari: Rick Beato

Bandarískur tónlistarmaður, kennari og YouTube stjarna

Upplýsingar

Rick Beato er bandarískur tónlistarmaður, kennari og YouTube stjarna með yfir 3 milljónir áskrifenda. Þar hefur fólk horft og hlustað á Rick í rúmar 50 milljónir stunda og áhorf á „Everything music“ rásinni eru yfir 500 milljónir.

Hann hefur starfað sem tónlistarmaður, háskólaprófessor, lagahöfundur og plötusnúður. Áður en hann byrjaði með YouTube-rásina var hann farsæll plötuframleiðandi og skrifaði oft lög með hljómsveitunum sem hann gaf út, þar á meðal lag með hljómsveitinni „Parmalee“ sem seldist í yfir milljón eintökum. Rick starfaði sem plötusnúður í meira en 20 ár og voru efnistök hans afar fjölbreytt, allt frá „NEEDTOBREATHE“ til „Shinedown“. Hann fær reglulega til sín í þættina sína stóru nöfnin í tónlistarheiminum og má þar nefna Sting, Brian May, Joni Mitchell, Pat Metheny, Ron Carter, Al Di Meola, Seal, Victor Wooten, Eric Johnson, Gary Burton, Larry Carlton, Bernard Purdie , Vinnie Colaiuta, Tosin Abasi, Tim Henson, Robben Ford og fjölda annarra.
Rick fæddist inn í stóra fjölskyldu í Fairport, NY og þegar hann var þrettán ára varð hann fyrir því óhappi að ökklabrotna um mitt sumar í Rochester og byrjaði þá að spila á gítar. Tónlistin fangaði huga hans allan og svo fór að hann lauk BA gráðu í tónlist við Ithaca College og síðar Mastersgráðu í djassfræðum frá New England Conservatory of Music 1987.

Á YouTube rás sinni „Everything Music“ fjallar hann um margar tónlistarstefnur og má þar nefna rokk, metal, djass, klassík og dægurtónlist. Hann er eftirsóttur fyrirlesari í háskólum og á ráðstefnum þar sem hann fjallar um allt frá flókinni tónfræði og spuna til höfundaréttar tónlistarfólks.

Frásögn hans er lifandi og hann á auðvelt með að hrífa fólk með víðtækri þekkingu sinni og eldmóði.

Allir fyrirlestrar - Gestafyrirlesari: Rick Beato

Fyrirlestur: Rick Beato

09 sep 2022
15:10