Í erindinu er sjónum beint að stöðu tónlistarnáms og tónlistarkennslu á okkar tímum. Rýnt er í stöðuna á Íslandi, tónlistarskólakerfið og tónlistarmenntun á háskólastiginu og tengt við þá umræðu sem á sér stað varðandi þróun tónlistarnáms í Evrópu.
Í umræðutorgi um nýbreytni í kennslu er skyggnst inn í mismunandi nálganir kennara í tónlistarkennslunni. Flutt verða sex örerindi og í framhaldinu tekur við umræðutorg um málefnið.
Kynnt verða fimm spennandi tilrauna- og þróunarverkefni í tónlistarskólum. Rýnt verður í samstarfsverkefni tónlistarskóla innan skólakerfisins, hvers eðlis eru þau og hvaðan eru þau sprottin?
Í erindinu fjallar Helga Rut um nýlegar rannsóknir á áhrifum tónlistar og tónlistarnáms á manneskjuna. Leitað er fanga í rannsóknum á svið tónlistarsálfræði auk heila- og taugarannsókna sem gera okkur kleift að skilja betur vægi tónlistar í lífi fólks frá vöggu til grafar.
Karen Erla Karólínudóttir og Ingunn Jónsdóttir kynna niðurstöður umræðuhópa um endurskoðun aðalnámskrár frá haustinu 2020 og niðurstöður könnunar um mat á tónlistarnámi sem hluta af námi í framhaldsskólum 2022.