Tónlistaratriði: Ásta Dóra Finnsdóttir, píanóleikari
Ásta Dóra Finnsdóttir hefur stundað píanónám frá tæplega 5 ára aldri, fyrst sem Suzukinemandi en undanfarin 4 ár hefur hún verið samtímis í píanónámi hjá Peter Máté í Menntaskóla í tónlist í Reykjavík og hjá Marinu Pliassova, rússneskum kennara, við Barratt Due Tónlistarskólann í Osló í Noregi. Námsferðir til Osló eru orðnar 34 talsins en voru ekki margar á Covid tímabilinu. Ásta Dóra hefur unnið til fjölda verðlauna í píanókeppnum hérlendis sem erlendis. Hún hefur einnig tekið þátt í og verið boðið að spila á hátíðum og viðburðum í Tékklandi, Úkraínu, Finnlandi, Danmörku, Grikklandi, Belgíu, Noregi sem og á Íslandi. Hún hefur verið einleikari með Sinfóníuhljómsveit Íslands, Fílharmóníu Sinfóníuhljómsveit í Zaporizhzhya í Úkraínu, Sinfóníuhljómsveit Barratt Due skólans í Osló og Athens Camerata í Grikklandi.
Hún hefur sótt masterklassa með allmörgum kennurum, þar á meðal A.Kouyomdjian, N.Lugansky og M-A.Hamelin. Henni þykir gaman að spila af fingrum fram, semja, lesa bækur, skrifa sögur, teikna og gera hreyfimyndir.