Upplýsingar
Dagný Arnalds hefur fjölbreytta reynslu sem tónlistarkennari og kórstjóri og hefur unnið að margskonar verkefnum með börnum á sviði tónlistar og listkennslu. Eftir að hafa lokið píanókennaraprófi frá Tónlistarskóla Reykjavíkur og diplómanámi í spuna og skapandi leiðum í kennslu í Frakklandi starfaði hún í nokkur ár við tónlistarkennslu á Spáni.
Hún flutti þá til Vestfjarða, þar sem hún starfaði í ellefu ár við kennslu, kórstjórn og síðar sem aðstoðarskólastjóri Tónlistarskóla Ísafjarðar. Dagný var í nokkur ár listrænn stjórnandi tónlistarhátíðarinnar Við Djúpið.
Dagný leggur nú stund á mastersnám við Listkennsludeild LHÍ og starfar við tónlistarkennslu og kórstjórn í Reykjavík.