Upplýsingar
Dr. Helga Rut Guðmundsdóttir er prófessor í tónlistarfræðum á Menntavísindasviði Háskóla Íslands og prófessor II við Háskólann í Bergen (HVL). Sérsvið hennar er tónlistarmenntun á öllum skólastigum og kennir hún margvísleg námskeið því tengd. Rannsóknir Helgu Rutar eru á sviði náms, skynjunar og þroska tengdum tónlist. Helga Rut hefur verið gistiprófessor við McGill University og University of Montreal og starfaði við fræðistörf á BRAMS (Brain Music and Sound Research) rannsóknarstofunum í Montreal 2012-2013. Einnig starfaði hún tímabundið á Fulbright styrk við tvo bandaríska háskóla: Columbia University, Teachers College í New York og University of Southern California, Thornton School of Music. Hún hefur skrifað fjölda ritrýndra fræðigreina m.a. á sviði nótnalesturs og tónlistarþroska barna.