Haukur Pálmason

Deildarstjóri og tónlistarkennari við Tónlistarskólann á Akureyri

Haukur Pálmason

Deildarstjóri og tónlistarkennari við Tónlistarskólann á Akureyri

Upplýsingar

Haukur Pálmason er deildarstjóri rytmískra og skapandi deilda við Tónlistarskólann á Akureyri. Auk þess sér hann um hljóðver tónlistarskólans og kennir hóptíma í hljóðupptökutækni og einkatíma í hljóðlist, en það er það orð sem við notum yfir ýmis konar hljóðversvinnu.

Haukur er menntaður tölvunarfræðingur og hljóðupptökumaður, auk þess að vera með diploma í jákvæðri sálfræði. Haukur hefur starfað sjálfstætt við trommuleik og hljóðversvinnu í yfir 30 ár, í u.þ.b. öllum tegundum tónlistar. Hann hefur alla tíð haft óbilandi áhuga á tónlist og tækni, og finnst afskaplega skemmtilegt að sameina þetta tvennt.

 

 

Allir fyrirlestrar - Haukur Pálmason