Upplýsingar
Kristín er deildarforseti listkennsludeildar LHÍ og fagstjóri tónmenntakennslu. Hún lauk B.Ed. tónmenntakennarapófi frá KHÍ árið 1985, tveggja ára framhaldsnámi í tónlistar- og danskennslu árið 1992 frá Orff Institut, Mozarteum í Salzburg, M.Ed. frá Háskóla Íslands árið 2006 og doktorsprófi frá sama skóla árið 2019.
Kristín hefur haldið fjölmörg námskeið bæði hérlendis og erlendis, gefið út námsefni og ritstýrði bókinni Framtíðarmúsik: Rannsóknir og nýjar leiðir í tónlistarmenntun (2018). Hún leiddi evrópska samstarfsverkefnið Social Inclusion and Well-being through the Arts and Interdisciplinary Practices (SWAIP) (2018-2021) en afrakstur þess er ný námslína á meistarastigi við LHÍ.
Sérsvið hennar er tónmenntakennsla, listkennaranám, námsmenning og starfsþróun listkennara.