Kristín Valsdóttir

Deildarforseti listkennsludeildar Listaháskóla Íslands

Kristín Valsdóttir

Deildarforseti listkennsludeildar Listaháskóla Íslands

Upplýsingar

Kristín er deildarforseti listkennsludeildar LHÍ og fagstjóri tónmenntakennslu. Hún lauk B.Ed. tónmenntakennarapófi frá KHÍ árið 1985, tveggja ára framhaldsnámi í tónlistar- og danskennslu árið 1992 frá Orff Institut, Mozarteum í Salzburg, M.Ed. frá Háskóla Íslands árið 2006 og doktorsprófi frá sama skóla árið 2019.

Kristín hefur haldið fjölmörg námskeið bæði hérlendis og erlendis, gefið út námsefni og ritstýrði bókinni Framtíðarmúsik: Rannsóknir og nýjar leiðir í tónlistarmenntun (2018). Hún leiddi evrópska samstarfsverkefnið Social Inclusion and Well-being through the Arts and Interdisciplinary Practices (SWAIP) (2018-2021) en afrakstur þess er ný námslína á meistarastigi við LHÍ.

Sérsvið hennar er tónmenntakennsla, listkennaranám, námsmenning og starfsþróun listkennara.

Allir fyrirlestrar - Kristín Valsdóttir