Laufey Kristinsdóttir

Píanókennari við Tónskóla Sigursveins D. Kristinssonar

Laufey Kristinsdóttir

Píanókennari við Tónskóla Sigursveins D. Kristinssonar

Upplýsingar

Laufey hefur starfað sem píanókennari í yfir 30 ár og kennir nú við Tónskóla Sigursveins D. Kristinssonar. Hún lauk burtfararprófi í píanóleik og kennaraprófi frá Tónlistarskólanum í Reykjavík 1987 og MA frá listkennsludeild Listaháskóla Íslands vorið 2015.

Hvatinn að námi hennar í LHÍ var löngun til að skilja betur gildi tónsmíðavinnu í hljóðfæranámi. Til fullnustu meistaranáms framkvæmdi hún starfendarannsókn sem ber heitið „Tónsmíðar sem kennslutæki“ þar sem leitað var að verkfærum og hlutverki kennarans í tónsmíðavinnu nemandans.

Undanfarin ár hefur hún miðlað reynslu sinni og þekkingu til verðandi tónlistarkennara í LHÍ og vinnur nú um stundir að nýju námsefni á sviði skapandi vinnu.

Allir fyrirlestrar - Laufey Kristinsdóttir