Sigurður Halldórsson

Prófessor við Listaháskóla Íslands

Sigurður Halldórsson

Prófessor við Listaháskóla Íslands

Upplýsingar

Sigurður Halldórsson nam sellóleik, kammertónlist, söng og Performance and Communication Skills við Guildhall School of Music and Drama í London.

Sigurður starfar m.a. með Caput hópnum, Voces Thules og Camerarctica. Hann hefur víða komið fram á alþjóðlegum listahátíðum. Hann hefur unnið í leikhúsi, m.a. að nokkrum tilraunasýningum í dans- og músikleikhúsi og verið virkur í alls kyns spunatónlist bæði sem flytjandi og kennari.

Hann var einn af stofnendum 15:15 tónleikasyrpunnar árið 2002. Sigurður hefur sérhæft sig í flutningi tónlistar fyrri tíma með upprunalegum hljóðfærum.

Sigurður var listrænn stjórnandi Sumartónleika í Skálholtskirkju frá 2004 – 2014. Sigurður er fagstjóri í sam-evrópska NAIP meistaranáminu (New Audiences and Innovative Practice).

Allir fyrirlestrar - Sigurður Halldórsson