Upplýsingar
Sóley er tónlistarkona úr Hafnarfirði. Árið 2010 útskrifaðist Sóley úr Listaháskóla Íslands sem tónskáld og hefur hún til þessa gefið út fjölmargar plötur og verk.
Á síðasta ári kom út plata hennar Mother Melancholia sem var valin plata ársins í opnum flokki á ÍSTÓN 2022 ásamt því að hljóta þrjár aðrar tilnefningar.
Sóley hefur áður hlotið tilnefningar til Grímunnar, Kraumsverðlauna og ÍSTÓN sem bjartasta vonin, lagahöfundur ársins og plötu ársins fyrir plötu sína We Sink. Árið 2020 hlotnaðist henni sá heiður að fá hvatningarverðlaun úr minningarsjóði Kristjáns Eldjárns. Sóley var tilnefnd til Norrænu Tónlistarverðlaunanna fyrr á þessu ári.
Sóley er nýkjörinn formaður KÍTÓN (Félag kvenna í tónlist) og situr í stjórn FTT, félag texta og tónhöfunda.