Tryggvi M. Baldvinsson

Deildarforseti tónlistardeildar Listaháskóla Íslands

Tryggvi M. Baldvinsson

Deildarforseti tónlistardeildar Listaháskóla Íslands

Upplýsingar

Tryggvi M. Baldvinsson (1965) er tónskáld og forseti tónlistardeildar Listaháskóla Íslands. Hann stundaði nám í tónsmíðum og píanóleik við tónfræðadeild Tónlistarskólans í Reykjavík og síðar framhaldsnám í tónsmíðum og tónfræði við Konservatoríuna í Vínarborg (1987 -1992). Tryggvi hefur starfað sem kennari í tónsmíðum og ýmsum tónfræðagreinum við Tónlistarskólann í Reykjavík og tónlistardeild LHÍ frá stofnun hennar, þar til hann tók við stöðu deildarforseta árið 2014. Verk Tryggva hafa verið flutt víða um heim og hefur hann hlotið ýmsar viðurkenningar fyrir verk sín. Árið 2004 hlaut verk hans, Konsert fyrir klarinettu og blásarasveit, Íslensku Tónlistarverðlaunin sem sígilt tónverk ársins 2003. Árið 2008 var Tryggvi heiðurslistamaður Álftaness.

Allir fyrirlestrar - Tryggvi M. Baldvinsson