Staðsetning

Það fer vel á því að ráðstefna tónlistarskólakennara „Tónlist er fyrir alla“ sé haldin í okkar glæsilega tónlistarhúsi Hörpu og mun staðsetningin án vafa auka á andríki og upplifun þátttakenda á ráðstefnunni!

Norðurljós

Dagskrá ráðstefnunnar fer fram í Norðurljósum, fallegum sal á annarri hæð Hörpu sem hentar vel fyrir ráðstefnur.

Hörpuhorn

Hádegisverðir ráðstefnudagana verða í Hörpuhorni sem er opið rými á annarri hæð Hörpu, umvafið björtum og glæsilegum glerhjúp Ólafs Elíassonar sem prýðir bygginguna alla.

Björtuloft

Samvera og kvöldverður að lokinni dagskrá fyrri ráðstefnudaginn verður í Björtuloftum sem eru staðsett á efstu hæðum Hörpu, 6. og 7. hæð, með stórbrotnu útsýni yfir borgina. Á neðri hæð er fastur bar og útgengi á svalir með útsýni yfir höfnina.