Félag kennara og stjórnenda í tónlistarskólum fagnar 40 ára afmæli á þessu ári en félagið var stofnað 21. nóvember 1982 og kviknaði hugmyndin að ráðstefnunni í tengslum við afmælisár félagsins.
COVID takmarkanir síðustu ára spiluðu líka inn í en sökum þeirra þótti enn ríkari ástæða til að skapa vettvang og tækifæri fyrir tónlistarskólakennara til að lyfta andanum, fræðast, miðla, hittast og skemmta sér saman!
Ákveðið var að hugsa stórt og efna til tveggja daga ráðstefnu með góðum hópi samstarfsaðila en ráðstefnan er haldin í samstarfi við tónlistardeild Listaháskóla Íslands, Samtök tónlistarskólastjóra og Félag íslenskra hljómlistarmanna.
Eftirtaldir aðilar mynda undirbúningshóp vegna ráðstefnunnar: